Samhæfingarstjórnvald


Fjarskiptastofa er í hlutverki samhæfingarstjórnvalds. 

NIS-lögin gera ráð fyrir að eftirlit með lögunum falli á hendur sjö mismunandi eftirlitsstjórnvalda. Til að tryggja samræmi og samstarf er því sett á fót svokallað samhæfingarstjórnvald sem er í höndum Fjarskiptastofu. Meginhlutverk samhæfingarstjórnvaldsins er að gegna ráðgefandi samhæfingarhlutverki gagnvart eftirlitsstjónvöldunum í því skyni að stuðla að samræmdri framkvæmd laganna.