Eftirlitsstjórnvöld

NIS lögin fela viðeigandi eftirlitsstjórnvöldum það hlutverk að sinna eftirliti með framkvæmd laganna, hvert á sínu sviði:

Eftirlit með rekstraraðilum nauðsynlegrar þjónustu: 

 • Seðlabanki Íslands sér um eftirlit með bankastarfsemi og innviða fjármálamarkaða.
 • Samgöngustofa sér um eftirlit með flutningastarfsemi (í lofti, á sjó og vatnaleiðum og á vegum).
 • Embætti landlæknis sér um eftirlit með heilbrigðisþjónustu.
 • Orkustofnun sér um eftirlit með orku og hitaveitum.
 • Umhverfisstofnun sér um eftirlit með vatnsveitum.
 • Fjarskiptastofa sér um eftirliti með stafrænum grunnvirkjum.

  Eftirlit með veitendum stafrænnar þjónustu: 

Fjarskiptastofa sér um eftirlit með aðilum sem reka netmarkað, leitarvél á netinu eða skýjavinnsluþjónustu.