Samskipti
Aðalsímanúmer CERT-IS: 510-1540
Aðalsímanúmer Fjarskiptastofu: 510-1500
Tölvupóstur: cert@cert.is (PGP). Þetta pósthólf er ætlað fyrir öll almenn samskipti við CERT-IS þ.m.t. atvikatilkynningar.
Tilkynningagátt: https://oryggisbrestur.island.is/ er sérstaklega ætluð fyrir skyldubundnar tilkynningar rekstraraðila.
Önnur samskipti: Persónulegur tölvupóstur, opinberir PGP lyklar og símanúmer starfsmanna eru látin í té samkvæmt beiðni. Beiðnir um slíkt má senda á cert@cert.is.
Starfsstöð CERT-IS er opin á almennum skrifstofutíma, að jafnaði milli 9:00 og 16:00 virka daga. Skrifstofa Fjarskiptastofu er til húsa á Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík.
Sjá einnig RFC-2350 skjal CERT-IS.
Upplýsingum miðlað í tölvupósti
CERT-IS mælir með PGP dulkóðun tölvupósts teljist innihald hans TLP:AMBER eða hærra. PGP Dulkóðunarlykil CERT-IS má finna á heimasíðunni. Vinsamlegast óskið leiðbeininga frá CERT-IS um dulkóðun og afhendingu viðkvæmra upplýsinga ef þörf gerist.
Mælt er með að TLP merking samskipta í tölvupósti komi fram bæði í titli og meginmáli hans.
Sé metið svo að ákveðnir hlutar tölvupósts skuli takmarkaðir með öðrum hætti en pósturinn í heild skal það merkt í meginmáli hans með skýrum hætti.