Mat á alvarleika atvika

Við mat á alvarleika öryggisatvika, sérstaklega með tilliti til ákvæða um tilkynningarskyldu, má styðjast við eftirfarandi skilgreiningar og litakóða og dæmi um mat öryggisatvika.

Heimilt að tilkynna Atvik sem ógna ekki kerfum eða veitingu þjónustu
Heimilt að tilkynna Atvik sem ógna ekki kerfum eða veitingu þjónustu, en hafa þó óþægindi í för með sér fyrir rekstraraðila
Mælst sé til að sé tilkynnt Atvik sem geta ógnað öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægs innviðar í skilningi 8.gr. laga 78/2019
Skal tilkynna eins fljótt og auðið má verða Atvik sem ógna öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægs innviðar í skilningi 8.gr. laga 78/2019, þ.e. atvik sem valda eða veruleg hætta er á að valdi ósamfellu í veitingu nauðsynlegrar þjónustu.

Lengd atviks í tíma

Atvik sem vara lengi teljast að jafnaði alverlegri og má nota eftirfarandi til viðmiðunar:

Atvik í flokkum gult til appelsínugult og staðið hafa yfir í innan við 2 klst Litakóði óbreyttur
Atvik í flokkum gult til appelsínugult og staðið hafa yfir í meira en 2 klst, án þess að lausn sé í sjónmáli Einu stigi bætt við litakóðann

 

Útbreiðsla atviks og áhrifa þess

Útbreiðsla öryggisatviks hefur almennt áhrif á mat á alvarleika þess og nota má eftirfarandi til viðmiðunar: 

Atvik í flokkum gult til appelsínugult og talið að hafi áhrif á innan við 20% notenda þjónustunnar Litakóði óbreyttur
Atvik í flokkum gult til appelsínugult og talið að hafi eða geti haft áhrif á meira en 20% notenda þjónustunnar, en þó innan við helming þeirra. Einu stigi bætt við litakóðann
Atvik í flokkum gult til appelsínugult og talið að hafi eða geti haft áhrif á meira en helming notenda þjónustunnar Tvemur stigum bætt við litakóðann
Atvik í flokkum gult til appelsínugult og líkur benda til að hafi áhrif á annan rekstraraðila miklvægs innviðar, efnahagslega og samfélagslega þjónustu eða stafræna þjónustu Einu stigi bætt við litakóðann
Atvik í flokkum gult til appelsínugult og líkur benda til að hafi eða geti haft áhrif yfir landamæri, þ.e. á veitingu nauðsynlegrar þjónustu í öðrum löndum
Tvemur stigum bætt við litakóðann