Samstarf við Almannavarnir

CERT-IS á í samstarfi við Almannavarnir um viðbúnað vegna alvarlegrar netvár. Við alvarlegar aðstæður sem geta ógnað öryggi ómissandi innviða þjóðarinnar eða haft víðtæk samfélagsleg áhrif virkjast stjórnkerfi Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra í samræmi við viðbúnaðaráætlun sem gefin var út árið 2019. Um samstarf CERT-IS við ríkislögreglustjóra í þessum tilgangi er fjallað í 14.gr. laga nr. 78/2019.