Hugtakasafn

CERT - Computer Emergency Response Team. Netöryggisveit sem ætlað er að bregðast við og lágmarka tjón af öryggisatvikum. Í raun samheiti við CSIRT.

CSIRT - Computer Security Incident Response Team. Netöryggisveit sem ætlað er að bregðast við og lágmarka tjón af öryggisatvikum. Í raun samheiti við CERT.

IoC - Indicator-of-compromise - Vísir eða spillivísir. Upplýsingar s.s. IP tölur eða URL sem taldar eru tengjast árásum eða annarri misnotkun á net og tölvukerfum. Spillivísum er miðlað með ýmsum hætti þ.m.t. milli rekstraraðila tölukerfa, löggæslu, CSIRT sveita og annarra þeirra sem á þurfa að halda til að geta greint og varist árásum.

NIS - NIS tilskipun Evrópusambandsins, The directive on security of network and information systems (NIS directive). Tilskipunin er innleidd í lögum 78/2019. Nánar er fjallað um NIS á vefnum nis.is

Hugtakaskýringar á vef NIS.is