Viðburðir

19 og 21.10.2020 - Októberráðstefna CERT-IS 2020

CERT-IS stóð fyrir netöryggisráðstefnu dagana 19. og 21. október 2020 í tilefni netöryggismánaðar, Á ráðstefunni fjölluðu góðir gestir, innlendir og erlendir, um ýmsar hliðar netöryggis. Ráðstefnan var rafræn og eru upptökur nú á síðu viðburðarins.

 

23-25.20.2020 - Október CTF 2020

CERT-IS, í samvinnu við SANS, stóð fyrir CTF áskorun í október 2020 í tilefni netöryggismánaðar. Áskorunin stóð yfir frá kl 16:00 þann 23.10 og lauk kl 16:00 þann 25.10.2020. Alls tóku 23 aðilar í 16 liðum þátt í krefjandi og skemmtilegri keppni. Sjá nánar á síðu viðburðarins.

 

28.10.2020 SKÝ - Netöryggi er á ábyrgð okkar allra

Kristján Valur Jónsson flutti erindið Óvissustig fjarskiptageirans í september 2020 á hádegisviðburði öryggishóps SKÝ þann 28. október 2020.