Tenglar

 

Fjarskiptastofa annast eftirlit með póst og fjarskiptamálum. Einnig hýsir Fjarskiptastofa starfsemi netöryggissveitarinnar CERT-IS. Fjarskiptastofa sinnir einnig hlutverki samhæfingarstjórnvalds skv. lögum 78/2019 um net- og upplýsingaöryggi mikilvægra innviða.

Netöryggi.is er vefur sem viðhaldið er af Fjarskiptastofu með aðstoð CERT-IS. Vefnum er ætlað að veita almenningi og smærri fyrirtækjum upplýsingar um tölvuöryggismál.


 Personuvernd

Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og reglum um vinnslu persónuupplýsinga og fylgist með þróun mála á því sviði. Skylt er að tilkynna öryggisbresti sem varða persónuupplýsingar til hennar. Öryggisbresti má tilkynna á heimasíðu Persónuverndar.

Lögreglan

Lögreglan er sú stofnun þjóðfélagsins sem hefur með höndum löggæslu í víðustu merkingu. Hlutverk lögreglu er að gæta almannaöryggis og tryggja réttaröryggi; stemma stigu við afbrotum og vinna að uppljóstran brota; greiða götu borgaranna og veita yfirvöldum aðstoð við framkvæmd starfa sinna og að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu. Tilkynningar um netglæpi má senda á netfang Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu cybercrime@lrh.is.


SAFT

SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er hluti af Safer Internet Action Plan, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun og er styrkt af ESB. 

BarnaheillÁbendingahnappur Barnaheilla

Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children sem stofnuð voru árið 1919 og vinna að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Barnaheill eru leiðandi afl í að breyta viðhorfum og verklagi varðandi málefni barna og réttindi þeirra. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif. Við stöndum vaktina í þágu barna og gætum réttinda þeirra.


No-more-ransom

No More Ransom er samvinnuverkefni hollensku lögreglunnar, Europol og McAfee. Á síðunni er safnað saman upplýsingar um ýmsar gerðir spillihugbúnaðs sem notaður hefur verið í gagnagíslatökur (ransomware). Upplýsingar á síðunni er í sumum tilvikum hægt að nota til að endurheimta gögn án þess að greiða lausnargjald.

Have I Been Pwned?

Have I been pwned? verkefnið nýtir upplýsingar úr mörgum stórum gagnalekum og gerir notendum kleyft að kanna hvort þeirra auðkenni hafi lekið.